Fara í aðalefni

Líkamsræktin er alls staðar

Líkamsræktin er alls staðar

Úr bókinni Lifðu!

Við erum vön því heima á Íslandi að hafa aðgang að ketilbjöllum, apastiga, köðlum, æfingaboltum og fleiri ferskum æfingatólum. Við tókum eitt sippuband, Jungle Gym róðurband og stífa teygju með í ferðina. Það þarf í raun ekki meira. Það er alltaf hægt að búa sér til sína eigin líkamsræktarstöð, sama hvar maður er staddur. Við erum orðin góð í að smíða æfingar með það sem umhverfi okkar býður upp á og gerðum það alls staðar þar sem við komum. 

Styrktaræfingar þurfa ekki að vera flóknar eða taka langan tíma. En það er mikilvægt að sinna þeim eins og öðrum æfingum til að tryggja langtíma heilsuhreysti. Það góða er að það er aldrei of seint að byrja, það hafa Janus Guðlaugsson og fleiri sérfræðingar í styrktaræfingum fyrir eldri borgara sýnt fram á í rannsóknum sínum. 

Það er hins vegar engin ástæða til að bíða með að gera styrktaræfingar og það er hægt að laga flestar æfingar að ólíkum getustigum. Við höfum lagt áherslu á að æfa í kringum og með börnunum okkar. Það hefur haft þau áhrif, viljum við meina, að þeim finnst styrktaræfingar vera eðlilegur hluti af daglegu lífi og halda áfram að sinna þeim út lífið. Og fjölskyldustyrktaræfingar geta og eiga að vera skemmtilegar. 

 

 

Halda áfram að lesa

Þrautseigja og þolinmæði

Þrautseigja og þolinmæði

Göngur

Göngur

Athugasemdir

Skrifaðu fyrstu athugasemdina.
Allar athugasemdir eru yfirfarnar áður en þær eru birtar.

Karfan þín