Fara í aðalefni

Þrautseigja og þolinmæði

Þrautseigja og þolinmæði

Úr bókinni Lifðu!

Heimamenn á Íkaríu gefast ekki upp, þeir hafa aldrei gert það, þeir finna alltaf leiðir til þess að leysa þær þrautir sem lagðar eru fyrir þá. Sjóræningjaárásirnar áðurnefndu urðu þess valdandi að fólk færði sig upp í fjöllin. Þar hlóð það hús úr steinum sem voru vel falin fyrir þeim sem ekki þekktu vel til.

Fólk lifði af landinu, litlir ræktarskikar eru víða og hlaðnir veggir sem mynda litla lárétta skika, til að nýta betur jörðina, þar sem hér er mjög bratt og hæðótt. 

Giannis vinur okkar á Íkaríu tók sjóræningjabyggingarlistina upp á næsta stig fyrir nokkrum árum. Hátt upp í fjöllum byggði hann sér og sínum aldeilis magnað sumarhús. Það er byggt inn í stórfenglega kletta/steina og aðgengið er erfitt. Við löbbuðum einn daginn upp í húsið, studdumst við lítt áberandi merkingar, örsmáa rauða og bláa bletti á klettum og steinum. 

Gangan tók okkur rúmlega tvo klukkutíma og við hefðum aldrei fundið húsið nema með því að fylgja leiðbeiningunum, svo vel féll það inn í umhverfið. Giannis var fimm sumur að byggja húsið. Keyrði sjálfur með múrsteina, timbur og allt annað sem til þurfti á mótorhjólinu sínu upp hlíðarnar, tók sér þann tíma sem þurfti til að klára húsið.

Það er lýsandi fyrir hugarfar eyjarskeggja, þolinmæði, þrautsegja, jákvæðni, dugnaður og um leið afslappað og frelsandi viðhorf til tímans. Tíminn líður öðruvísi á Íkaríu en annars staðar og allir eru meðvitaðir um það.

 

Halda áfram að lesa

Göngur

Göngur

Vertu góður við makann þinn

Vertu góður við makann þinn

Líkamsræktin er alls staðar

Líkamsræktin er alls staðar

Athugasemdir

Skrifaðu fyrstu athugasemdina.
Allar athugasemdir eru yfirfarnar áður en þær eru birtar.

Karfan þín