Fara í aðalefni

Fyrirlestrar

Við bjóðum hópum, vinnustöðum og sveitarfélögum upp á fyrirlestra og vinnustofur, bæði á staðnum og í gegnum netið.

Fyrirlestrarnir eru frá 30-55 mínútur að lengd og vinnustofurnar frá 2-4 kls.

Hlusta á viðtal Guðjón á Rás 2 um fyrirlestur fyrir Hafnafjarðarbæ í október 2020.

Nokkur ummæli eftir nýlega netfyrirlestra:

  • Virkilega áhugavert! Hefði ekki getað lukkast betur
  • Takk! Góðir punktar og gaman að hlusta á þig
  • Hjartans þakkir fyrir að deila þessari góðu og jákvæðu lífsreynslu
  • Virkilega skemmtilegt og allir mjög ánægðir
  • Fólkið hér var mjög ánægt með þetta 😀 

Ummæli eftir fyrirlestur á staðnum:

Ég setti saman heilsuhelgi sem var kölluð Dásemdardagar nú í september 2020. Ég var búin að fylgjast með ferðalagi Völu og Guðjóns um Bláu svæðin í fyrra og lesa bókina þeirra Lifðu!.

Ég var því ótrúlega spennt að hlusta á fyrirlesturinn hjá þeim. Hann uppfyllti allar mínar væntingar og gott betur. Frábær fyrirlestur, skemmtilegt samspil þeirra hjóna í framsetningu og afar áhugavert efni. Mæli 100% með þessum fyrirlestri. Harpa Einarsdóttir

Hafðu samband við Guðjón, gudjon@njottuferdalagsins / 857 1169 til að panta fyrirlestur.

 

Karfan þín