Bækur - Fyrirlestrar - Námskeið - Ráðgjöf
Lifðu! 8 leiðir að bættri heilsu og aukinni hamingju
Lifðu! er skrifuð af Guðjóni Svanssyni og Völu Mörk. Þau fóru í fimm mánaða ferðalag um bláu svæði heimsins (Blue Zones) til að fræðast um langlífi og góða heilsu á svæðunum. Í bókinni segja þau frá því sem þau lærðu í ferðinni og því sem skiptir mestu máli varðandi góða heilsa og hamingju.
Lifðu! 8 leiðir að bættri heilsu og aukinni hamingju er skrifuð af Guðjóni Svanssyni og Völu Mörk. Þau fóru í fimm mánaða ferðalag um bláu svæði heimsins (Blue Zones) ásamt tveimur yngstu sonum sínum á fyrri hluta síðasta árs til að fræðast um hvað stuðlar helst að langlífi og góðri heilsu á svæðunum.
Í bókinni segja þau frá því sem þau lærðu í ferðinni og því sem skiptir mestu máli þegar góð heilsa og hamingja eru annars vegar.
Frí heimsending!
Meðal þess sem þau tala um í bókinni:
- Mikilvægi þess að þekkja sinn tilgang og sinna honum.
- Ikigai hugtakið
- Að sinna fólkinu sínu
- Moai - stuðningsnet
- Jákvætt viðhorf byggt á seiglu, þrautsegju og yfirvegun
- Dagleg hreyfing sem hluti af daglegu lífi
- Góð næring, sjálfbærni, einfalt mataræði, 80% reglan
- Hvíld, svefn, rútínur
- Kraftur náttúrunnar, tengsl við eitthvað æðra
- Styrkur samfélagsins, allir skipta máli
Nokkur ummæli um Lifðu!:
- Frábær lesning!
- Fræðandi og skemmtileg bók
- Ég naut þess virkilega að lesa bókina sem er í senn fróðleg, aðgengileg og hvetjandi.
- Persónuleg nálgun bókarinnar gerir hana öðruvísi og skemmtilega.
- Mæli með bókinni fyrir alla áhugasama um bætta heilsu og aukna hamingju.
- Þessi bók er svo gott og gagnlegt innlegg á Covid tímum, vantar svona umræðu
- Frábær bók, ekki síst á þessum skrítnu tímum þegar við verðum að hugsa extra vel um eigin heilsu.
- Bókin er á náttborðinu mínu og ég tek hana flest kvöld og opna einhversstaðar og les þar, alltaf eitthvað gott til að hugsa um og sofna útfrá.
- Virkilega áhugaverð lesning.
- Þetta er klárlega bók sem maður á svo eftir að glugga í aftur og aftur.
- Virkilega vel skrifuð bók sem heldur manni við efnið.
- Skemmtileg og áhugaverð bók.
- Það er ekki hægt að lesa svona bók hratt. Maður verður að staldra við reglulega og velta fyrir sér eigin lífi, hvert maður stefnir.
- Les hana í skorpum og hugsa út frá mér og fjölskyldunni.
- Er á náttborðinu hjá okkur. Gott af líða inn í svefninn með einhverjar jákvæðar hugleiðingar tengdar lesningunni.
- Bókin er geggjuð. Ég er með hana í skólastofunni. Tók ikigai verkefni með krökkunum í dag.
- Góð bók og gagnleg.