Fara í aðalefni

Það er æfing! 25 ketilbjölluæfingar með Völu Mörk - RAFBÓK

Vala Mörk er reynslumesti ketilbjölluþjálfari Íslands. Hún byrjaði fyrst á Íslandi með hópþjálfun...

Vala Mörk er reynslumesti ketilbjölluþjálfari Íslands. Hún byrjaði fyrst á Íslandi með hópþjálfun byggða á ketilbjölluæfingum og hún er eini Íslendingurinn sem heldur ketilbjölluþjálfaranámskeið.

Í þessari rafbók eru 25 af uppáhalds æfingum hennar fyrir einstaklinga og hópa. Æfingarnar eru mest með ketilbjöllum en æfingar með eigin líkamsþyngd koma líka við sögu.

Bókin er ætluð þjálfurum og öðrum sem hafa þó nokkra reynslu af því að vinna með ketilbjöllur. Þetta er ekki bók ætluð byrjendum.

Sýnishorn úr bókinni:

Æfingarnar í þessum hópi taka milli 20-50 mínútur, fer allt eftir þínum hraða. Ég legg alltaf áherslu á að gera hverja æfingu vel, það er mikilvægt að vanda sig, jafnvel þó maður sé að halda keyrslunni til að fá púlsinn upp. Gullna reglan er sú að ef mæði eða þreyta er farin að hafa áhrif á hvernig þú gerir æfinguna, þá er tími kominn á pásu. Mundu að fá þér vatn, hafðu nóg af fersku lofti, góða tónlist og njóttu þess að æfa.

Æfing 1 Ein af mínum uppáhalds. Hörkuerfið og reynir ekki síður á andlega úthaldið! Vinna í 10-1 stiga. 10x af hvoru, 9x af hvoru, 8x og alveg niður í 1x. Ef maður er í stuði þá má fara aftur upp, 1-10! Deck Squat og Snatch h/v til skiptis.

 

Karfan þín